Quantcast
Channel: Ferðablogg Dohop, góð ráð og besta verðið
Viewing all 99 articles
Browse latest View live

Uppáhaldsborgir Íslendinga

$
0
0

Árið 2012 hefur verið gott, fyrir okkur og fyrir ykkur. Sjaldan (mögulega aldrei) hefur jafn mikið af flugi verið í boði til og frá Íslandi og í ár.

En hvert eru allir að fara? Þegar leitað er að flugi hjá Dohop skráist leitin í gagnagrunn hjá okkur og við getum í framhaldinu gáð hvert fólkið vill ferðast. Allt í allt eru þetta nokkur hundrað þúsund leitir að flugi, þannig að við getum með nokkurri vissu sagt hvaða borgir eru vinsælastar, eða öllu heldur eftirsóttastar, meðal Íslendinga.

Viljið þið vita það, ha?

Hérna eru þær, tíu uppáhaldsborgir Íslendinga, ásamt tenglum á ódýrt flug til þeirra: 

10. Amsterdam
Ódýrt flug til Amsterdam á næstunni.

9. Berlin
Ódýrt flug til Berlín á næstunni 

8. New York
Ódýrt flug til New York á næstunni 

7. Barselóna
Ódýrt flug til Barselóna á næstunni 

6. Orlando
Ódýrt flug til Orlando á næstunni (ekki fljúga 23. des!)

5. Bangkok
Ódýrt flug til Bangkok á næstunni 

4. Osló
Ódýrt flug til Osló á næstunni 

3. Alicante
Ódýrt flug til Alicante á næstunni 

2. London
Ódýrt flug til London á næstunni 

Og LANG-vinsælasta borgin meðal Íslendinga er…

1. Kaupmannahöfn.

Ódýrt flug til Kaupmannahafnar á næstunni 

Jæja, hversu margar hafið þið heimsótt, og hvert á að skella sér næst?


Spánn Spánn Spánn!

$
0
0

Það er farið að rigna.

Vísindamenn hafa lengi vitað að fátt kætir eins mikið og tilhlökkun til ferðalaga, þannig að það er lítið mál að kippa mánudags-rigningarsvekkelsinu í hoppandi kátínu með því að finna sér ferð til Spánar. Það er nefninlega svo ódýrt að komast þangað.

Kíkjum á verð til nokkurra borga á Spáni. Bara svona upp á gamanið.

Barselóna

Barselóna er mjög ofarlega á lista Íslendinga um þessar mundir. Þar er frábær matur, og skemmtileg menning. Og við ætlum að kitla aðeins ferðalöngunina með því að benda á að flug til Barselóna er á litlar 31.461 krónur.

Valencia

Meðalhitinn í Vanelcia í Október er 19°, en fer alveg upp í 23°. Ekki slæmt, miðað við suddann sem oft er á Íslandi á sama tíma. Og það kostar ekki nema 49.110 að komast þangað. 

Madrid

Höfuðborg Spánar, og ein allra skemmtilegasta og áhugaverðasta borg í heimi. Og það er frábærlega ódýrt að heimsækja Madrid allan ársins hring, frá 42.204 krónum.

Sjá verð á flugi til Madrid

Jæja ferðalangar, hvert langar ykkur að ferðast?

Uppáhalds Hótel Íslendinga

$
0
0

Íslendingar ferðuðust mikið í sumar.

En svo skemmtilega vill til að vinsælustu borgirnar sem flogið er til eru ekki endilega borgirnar sem Íslendingar gista helst í. Þannig er hótelið sem Íslendingar skoða mest í hótelleit Dohop ekki í borginni sem mest er leitað að flugi til. Hvaða hótel ætli þetta sé, og í hvaða borg?

Eftirsóttustu hótel í heimi, samkvæmt notendum Dohop.

5. Bella Sky Comwell Kaupmannahöfn

4. Hotel Cabinn Metro Kaupmannahöfn


3. Colonnade Hotel Boston


2. Danhostel Copenhagen City


1. Revere Hotel Boston Common

Það kom okkur svolítið á óvart að sjá að þó að Íslendingar leiti helst að flugi til Kaupmannahafnar og London, þá voru hótelin í fyrsta og þriðja sæti í Boston, en Boston er í þrettánda sæti yfir borgir sem mest er leitað að flugi til.

Ætli Íslendingar séu bara að sofa á götunni í London on New York? Nei, auðvitað ekki; það vita allir að maður sefur ekki í New York. Það er of mikið að gera þar.

3 staðir með betra veður en Ísland

$
0
0

Það er ekki skemmtilegt veður á landinu núna. En það er auðveldlega hægt að finna marga staði  þar sem veðrið er betra, og bara einni stuttri flugferð í burtu. Kíkjum á nokkur dæmi.

1. Malaga

Næstu daga verður 25° hiti í hafnarborginni Malaga á suður-Spáni og engar líkur taldar á rigningu. Hérna er auðvelt flug á litlar 75.456 báðar leiðir.

2. Alikante

Það er alltaf gott veður í Alicante, og ef ykkur liggur á að komast í sólina og lognið þá er flug þangað á næstu dögum undir 50.000 krónum

3. Róm

Þökk sé lággjaldaflugfélögunum Iceland Express og easyJet er alveg sérstaklega ódýrt að fljúga til Rómar. Það er til dæmis hægt að komast til Rómar, og eyða þar langri helgi, fyrir aðeins 66.553 krónur. 

Á ekki bara að skella sér suður með fuglunum?

Þrír frábærir staðir til að versla

$
0
0

Það er ekki á allra vitorði, en það hægt að versla annarstaðar en í Mall of America. Þar að auki er tiltölulega dýrt að fara til Bandaríkjanna til þess eins að versla. En það gildir annað með Evrópu.

Hérna eru uppástungur á stöðum þar sem frábært er að versla. Flug og hótel eru fyrir langa helgi, 12 – 15 október.

Brighton

Það er mjög einfalt að komast til Brighton. Maður flýgur bara beint á Gatwick og tekur síðan lest þaðan á lestarstöðina í Brighton, u.þ.b. 45 mínútna ferð.

Brighton er fallegur og skemmtilegur strandbær í suður Englandi og þar er maðal annars hið fræga Brighton Pier. Í borginni er mikið af veitingastöðum og skemmtilegum verslunum. Hvort sem þú vilt frekar fara í stóra verslunarmiðstöð eða rölta um og skoða skemmtilegar litlar búðir og njóta lífsins, þá er Brighton frábær staður.

Flug (til Gatwick): 36.125 krónur

Hótel: Barcelo Brighton Old Ship Hotel, frá 44.914 krónum

Camden, London

Camden er stórkostleg upplifun, jafnvel þó ekkert sé verslað. En þarna er að finna fjölmargar forvitnilegar búðir og mikið af litríku fólki. Auk þess er þarna stórkostlegur markaður með föt og annað, og mikið af framandi og spennandi mat.

Flug: 34.125 krónur

Hótel: 42.269 krónur

Kaupmannahöfn

H&M á strikinu. Þarf nokkuð að segja meira?

Flug: 34.564 krónur.

Hótel: Maritime Hótelið 43.952 krónur fyrir 3 nætur.

Fimm skemmtilegar hlutir til að gera í London

$
0
0

London er ein þeirra borga sem allir ættu að heimsækja einu sinni á ævinni.

Það er alveg yfirdrifið að gera í þessari fallegu stórborg, og stundum erfitt að ákveða hvað skuli gera. Eftirfarandi fimm eru hlutir sem allri gestir til London ættu að gera.

1. Fara í London Eye

Já, biðröðin er stundum löng (mjög löng) en það er vel þess virði.

Ýtið á myndina til að fæ stærri útgáfu.

2. Fara í söfnin

Það er mikið af söfnum í London. Þau eru mörg hver mjög stór þannig að það er nóg að velja eitt til að skoða í hverri heimsókn til London. Að auki er ókeypis í mörg þeirra. Dohop mælir heilshugar með eftirfarandi söfnum:

British Museum

Tate Modern

Science Museum

Natural History Museum

Hvort sem þú hefur áhuga á list, vísindum eða sögu þá er nóg til. Forðist samt vaxmyndasafn Madame Tussauds. Það er stórlega ofmetið.

3. Covent Garden

Covent Garden er sérstaklega fallegur staður í hjarta London. Þetta hljómar ef til vill eins og versta klisja, en þetta er alveg dagsatt. Þarna er hægt að versla, og mikið er af góðum veitingastöðum. Meðal annars er pizzastaður sem Jaime Oliver setti nýverið  á laggirnar. Það er líka alveg sérstaklega gaman að fara í Covent Garden á jólunum.

4. Fara út að borða

Það er svo mikið af góðum veitingastöðum í London að það væri hægt að eyða ári þar án þess að fara á sama staðinn tvö kvöld í röð. Við hjá Dohop mælum þó sérstaklega með Bam-Bou og Maroush.

5. Fara á Borough Market

Borough Market er risastór matarmarkaður. Þar er allt í boði sem viðkemur mat; ferskir ávextir og ilmandi grænmeti, mikið af kjöt og brauði og umfram allt frábær stemmning.

Þá er ekkert eftir nema að athuga hvenær ódýrast er að fljúga til London.

Magnaður sparnaður

$
0
0

Það er magnað hvað er hægt að spara mikið á flugi, ef maður veit hvernig á að leita. Dohop er einstakt að því leiti að við leitum stundum í tveimur eða fleiri “hoppum”, ef svo mætti að orði komast. Það þýðir að við finnum og setjum saman verð á flugi sem er í raun ótengt.

Dæmi 1: Prag

Segjum að þig langi til að sjá Prag. Það er ósköp eðlilegt, Prag er frábær staður til að skoða. En það er yfirleitt ekki í boði að fljúga beint þangað frá Keflavík. Þá kemur Dohop til bjargar, og finnur ódýrt flug í flýti. Flug til Prag með sparnaðar-samsetning Dohop: 65.255. Án hennar, 89.071. Prófiði bara að af-haka þar sem stendur “Fleiri en ein bókun”, ofarlega til vinstri á leitarniðurstöðunum, og sjáiði þetta sjálf.

Sparnaður: 24 þúsund.

Dæmi 2. Marrakech 

Það er ekki í boði að fljúga beint til Marrakech, þannig að þeir sem vilja fara þangað þrufa að púsla saman flugi, eða borga helling. En Dohop gerir þetta sjálfkrafa. Leitum að flugi út til þessarar fallegu borgar í nóvember. Ódýrast er flug á 78.550 krónur. Ekki slæmt. En ef við af-hökum við valmöguleikan á að sjá flug sem krefjast fleiri en einnar bókunar, hvað gerist þá? Jú… verðið stekkur upp í 548.616 krónur.

Sparnaður: 470.000 krónur.

Marrakech dæmið er líklega svolítið óvenjulegt, en þó fáum við reglulega símtöl þar sem fólk spyr hvort verð á flugi sem það fann geti mögulega verið rétt, slíkur sé sparnaðurinn. Þetta á sérstaklega við þegar fólk er að fara til staða sem gætu talist óvenjulegir. Og sem betur fer er svarið okkar alltaf “Já.”

Dohop… magnaður sparnaður.

Þekkir þú þessar borgir í Evrópu?

$
0
0

Förum í leik!

Hér fyrir neðan eru myndir af fjórum borgum í Evrópu, tvær af hverri borg. Ef þú veist hvaða borgir þetta eru, skrifaðu það þá í athugasemd hér fyrir neðan og þú gætir unnið ferðahandbók að eigin vali frá bókabúðinni Iðu (að hámarki 5000 krónum).

Skoðaðu myndirnar vel og lestu vísbendingarnar og skrifaðu síðan svar í athugasemd hér fyrir neðan.

Borg 1

Þetta er höfuðborg lands sem er vinsæll ferðamannastaður, en þó eru aðrar borgir í landinu mikið vinsælli, enda liggja þær að sjó. Þessi er næstum því nákvæmlega í miðju landinu.

Borg 2

Í miðbæ þessarar borgar er fræg klukka. Rithöfundurinn Kafka er héðan.

Borg 3

Landið þar sem þessi er höfuðborg liggur ekki að sjó. Það er hægt að fljúga beint hingað á sumrin. Það er ekki hægt að drekka hana, þó það mætti halda það, svona út frá nafninu.

Borg 4

Þessi borg er í raun tvær borgir, sín hvoru megin við á sem er ekkert sérstaklega dónaleg.

Myndirnar eru allar teknar af Miroslav Petrasko, og mikið meira má skoða af fallegum myndum á heimasíðu kappans

Ef þú giskar rétt á þrjár af fjórum borgum ertu komin/n í pottinn og getur unnið ferðahandbók frá IÐU, en þar er mesta úrval landsins af ferðahandbókum.

Jæja… hvaða borgir eru þetta svo?


Nýja útgáfan af Dohop er komin í loftið!

$
0
0

Og það merkilegasta af öllu er að hún segir þér hvenær ódýrast er að ferðast.

En áður en ég kem að því vil ég aðeins tala um forsíðuna. Við breyttum leitarforminu, en það var endurhannað með það fyrir augum að gera flugleit auðveldari og fljótlegri. Fyrir ykkur. Nýja forsíða Dohop Svo er blái liturinn alveg agalega fallegur.

Einfaldari niðurstöður

Hver og einn valmöguleiki í niðurstöðunum hefur nú meira pláss, þannig að auðveldara er að gera sér grein fyrir öllum upplýsingum varðandi flugið. Og eins og sést hérna fyrir neðan, þá birtum við skilaboð ef þú getir sparað pening á að ferðast á öðrum dögum en þeim sú leitaðir. Þegar ýtt er á “Skoða” opnast gluggi sem sýnir þér smáatriðin og býður þér að færa leitina yfir á viðkomandi daga.

Hraðvirkari leit

Hugbúnaðurinn sem keyrir flugleitina okkur fékk yfirhalningu og uppáhressingu og skilar nú niðurstöðum á ógnarhraða. Þannig að þið ættuð nú að sjá fyrstu niðurstöður birtast mun fyrr en í fyrri útgáfu. Minna hangs fyrir ykkur.

Einn vefur – öll tæki 

Nú til dags eiga allir orðið gáfaða síma eða furðlega skjá sem hlýða manni þegar ýtt er á þá (nú er ég að tala um iPad). Það góða við hönnunina á nýja vefnum er að hann lagar sig algjörlega að skjástærðinni sem þú ert á, og virkar því jafnvel í tölvunni heima, í símanum í strætó, eða ef þú ert með iPad uppi í bústað.

Jæja, hættiði nú að lesa og prófiði þetta sjálf. Nýja útgáfa Dohop.

10 eftirsóttustu jólaborgir Íslendinga

$
0
0

Það er gaman að versla í útlöndum, sérstaklega um jólin.

Íslendingar fara gjarnan í verslunarferðir til stórborga þegar jólin nálgast og það skiljum við vel. Í mörgum borgum er hægt að gera frábær kaup auk þess sem gaman er að fara á jólamarkaði. Það er heldur ekki eins hvasst í útlöndum.

Við tókum saman hvert Íslendingar vilja fara í desember og hérna er listinn:

Tíu eftirsóttustu jólaborgir Íslendinga

10. Vín

Ódýrsta jólaferðin til Vín: 5. – 12. des báðar leiðir á 57.319 krónur.

9. New York

Ódýrasta jólaferðin til New York: löng helgi, út 7. des og heim 11. á 80.684

8. Alikante

Ódýrasta jólaferðin í sólina á Alikante er á 54.812

7. Berlin

WOW! Það er hægt að komast til Berlínar í desember fyrir aðeins 27.951 krónur!

6. Bangkok

Það er nú yfirleitt ekki sérstaklega ódýrt að fljúga til Tælands, en við skulum gá.
Besta verðið í desember virðist vera á 166.792 með Finnair.

5. Orlando

Það er sko hægt að versla í Orlando, og það fyrir allan peninginn. En þegar ódýrasta flugið er á 98.832 þá er eins gott að það séu útsölur í gangi.

4. Osló

Vá! Það er ódýrara að fara til Osló en til Akureyrar að kíkja á jólin. 21.199 krónur fram og til baka.

3. Varsjá

58.696 krónur fram og til baka til Varsjá.

2. Kaupmannahöfn

Kaupmannahöfn er ein af uppáhalds jólaborgum Íslendinga. Fyrir suma koma jólin einfaldlega ekki nema farið sé til Kaupmannahafnar að kíkja á Strikið. Og kostnaðurinn?

41.847 fram og til baka. 

1. London

Jól í London

London er sú borg sem flestir íslendingar leituðu að flugi til í desember og skyldi engan undra. Þetta er einhver alskemmtilegasta borg heims og hún lítur vel út í jólakjólnum.

Flug til London í desember: 42.750 krónur.

Hvert vilt þú fara um jólin?

Verðkönnun Dohop. Ágúst 2013

$
0
0

Um daginn gerðum við verðkönnun fyrir næstu þrjár vikurnar og viljum endilega deila henni með ykkur. Verðkönnunin var framkvæmd 6. ágúst 2013 og sýnir verð fyrir áfangastaði um 2 vikum fram í tímann, fjórum vikum fram í tímann og svo átta vikum fram í tímann. Myndin sýnir meðaltal verðs á sex vinsæla áfangastaði.

17% verðlækkun á flugi

Með haustinu dregur úr samkeppninni þar sem færri flugfélög fljúga þá til og frá landinu en verðið lækkar þó að meðaltali um 17% frá því í júlí. Einnig getur verið verulegur verðmunur á milli lágfargjaldaflugfélaga og annarra flugfélaga sem fljúga á sama áfangastað, þrátt fyrir að töskuverð sé tekið með í myndina. Mestur verðmunur liggur milli Norwegian og SAS til Oslóar og svo milli Icelandair og easyJet til Manchester. En þar á eftir kemur svo verðmunurinn milli WOW air og Icelandair til Parísar en þar munar tæpum 19 þúsund krónum með töskugjöldum.

 Hvert er ódýrast að fara?

Verðkönnunin sýnir að ódýrast er að fljúga til Edinborgar en meðalverðið á flugi þangað er rétt um 25.000 án töskuverðs með easyJet. Þar á eftir koma flug til London, Kaupmannahafnar og Manchester en meðalverð á flugi þangað er um 45 þúsund með töskuverði. Athuga ber þó að á myndinni að ofan bætist einungis við töskuverð á almenn flugverð. Sérþjónusta eins og forfallatrygging, sætaval, sérfarangur og bókunargjald getur bæst við hjá öllum flugfélögunum.

Vinsælir áfangastaðir, flugfélög og meðalverð

Taflan að neðan sýnir meðalverðið til tíu vinsælla áfangastaða á milli þriggja dagsetninga í beinu flugi. En á www.dohop.is/away/  er að finna ódýrustu flugin frá Íslandi strax í dag.

  Áfangastaður   Meðalverð   Flugfélög
  Alicante 77.243   WOW air
  Amsterdam 72.876   Icelandair og WOW air
  Barcelona 89.813   Iberia, Icelandair og WOW air
  Berlín 70.568   Air Berlin, Lufthansa og WOW air
  Boston 115.183   Icelandair
  Edinborg 24.248   easyJet
  Kaupmannahöfn 45.395   Icelandair, WOW air
  Düsseldorf 99.218   Lufthansa, WOW air, Air Berlin
  London 44.628   easyJet, Icelandair, WOW air
  Manchester 46.443    easyJet, Icelandair
  Osló 52.736   Icelandair, Norwegian, SAS
  París 68.220   Icelandair, WOW air, Transavia France 

 

H&M í beinu flugi frá Íslandi

$
0
0

Þegar verið er að plana ferð til útlanda er oft ein afar mikilvæg spurning sem þarf að fá svar við áður en lagt er af stað. Þetta er spurning sem er Íslendingum sérstaklega hugleikin, og jafnframt þannig að sumir neita að borga flugfarið áður en lagt er af stað ef henni hefur ekki verið svarað. Og hvaða spurning er þetta? Nú….

 

Hér fyrir neðan má sjá tölfu sem sýnir alla áfangastaði sem flogið er til í beinu flugi frá Íslandi, flugtímann, fjölda búða og flugfélög. Flugverðið er svo að jafnaði miðað við að lagt sé í hann í september 2013 og dvalið í 3 til 7 daga.  Töskugjöld eru að sjálfsögðu inn í verðinu því við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að ef farið er í H&M þá er ekkert verið að koma farangurslaus heim aftur.

kort med ollum punktum

Hvað er langt í næstu H&M?

 

Til að komast sem skjótast í næstu H&M verslun er best að skella sér til Glasgow en flugtími þangað er um tveir tímar og fimm mínútur með Icelandair og er ódýrasta verðið 43.639 ef miðað er við brottför í september. Hins vegar er ódýrast að fara til Oslóar, þ.e. 21.948 krónur með Norwegian en það tekur tvo tíma og 40 mínútur eða rétt um 35 mínútum lengur. Hagkvæmast, sé tekið tillit til verðs og tíma, er Edinborg með easyJet en það kostar 23.982 krónur og tekur tvo tíma og 15 mínútur.

 

Hvernig kemst ég ódýrast í næstu H&M?

 

Ef miðað er við að dvalið sé í 3 nætur í miðborg Glasgow á þriggja stjörnu hóteli má gera ráð fyrir að verð fyrir tvo sé frá 9.000 krónur nóttin. Osló er hins vegar mun dýrari en þar kostar gistingin í tveggja manna herbergi 20.000 krónur nóttin fyrir tvo á þriggja stjörnu hóteli og að auki er líka dýrt að versla í Osló. Edinborg er síðan mitt á milli þessara tveggja borga er varðar gistingu en þriggja störnu hótel er þar á 15.000 krónur nóttin fyrir tvo. Því kostar ferðin á mann um 45.000 til Edinborgar og er borgin því hagkvæmasti kosturinn ef tekið er bæði flug og gisting á þriggja stjörnu hóteli, sjá hótelsíðu Dohop. Fyrir þau sem vilja hins vegar ná í sem mest úrval þá má geta þess að í beinu flugi frá Íslandi er hægt að komast í langflestar H&M búðirnar í Stokkhólmi þ.e. 35 talsins en þar á eftir eru svo Berlín með 29 H&M og Madrid með 22 talsins.

 

H&M búðir í beinu flugi frá Íslandi

Land Borg Flugtími Fjöldi búða Flugverð frá* Flugfélög
Austurríki Salzburg 4:00 klst. 5 59.590,- WOW air (beint flug hefst aftur í des.)
Bandaríkin Boston 5:35 klst. 2 77.790,- Icelandair
Denver 7:55 klst. 2 114.635,- Icelandair
Minneapolis 6:20 klst. 2 110.687,- Icelandair
New York 6:00 klst. 11 91.358,- Icelandair
Orlando 7:45 klst. 1 123.667,- Icelandair
Seattle 7:45 klst. 2 134.134,- Icelandair
Washington 6:10 klst. 2  117.994,- Icelandair
Belgía Brussel 3:10 klst. 5  57.403,- Icelandair
Bretland Edinborg 2:15 klst. 6 23.982,- easyJet
Glasgow 2:05 klst. 6 43.639,- Icelandair
London 3:05 klst. 21 33.846,- WOW air, easyJet, Icelandair
Manchester 2:40 klst. 5 27.658,- easyJet
Danmörk Kaupmannahöfn 3:05 klst. 9 34.903,- WOW air, Icelandair
Finnland Helsinki 3:25 klst. 7 57.554,- Finnair, Icelandair
Frakkland París 3:25 klst. 10  38.190,- WOW air, Icelandair
Holland Amsterdam 3:00 klst. 11  73.637,- Icelandair, (WOW air flýgur út ágúst)
Kanada Toronto 5:55 klst. 9  109.307,- Icelandair
Ítalía Mílanó 3:50 klst. 9  74.014,- Icelandair, WOW air (ágústflug, beint flug hefst aftur í maí)
Litháen Vilinius 4:00 klst. 1 62.158,-  WOW air (beint flug hefst aftur í desember
Noregur Bergen 2:15 klst.  7 37.643,- Icelandair (stopp í baka leið)
Osló 2:40 klst. 16 21.948,- Norwegian, SAS, Icelandair
Pólland Varsjá 4:15 klst. 10 65.612,- WOW air
Rússland Pétursborg 3:45 klst. 9 50.155,- Icelandair, Rossiya
Spánn Alicante 4:25 klst. 3 65.867,- Primera air, WOW air
Spánn Alicante 4:25 klst. 3 65.867,- Primera air, WOW air
Barcelóna 4:15 klst. 11 63.336,- WOW air, Iberia, Vueling, Icelandair
Sviss Zürich 3:40 klst. 13 66.118,- Icelandair
Madrid 4:05 klst. 22 58.590,- Icelandair (beint flug hefst aftur í júlí)
Svíþjóð Gautaborg 2:45 klst. 9 39.844,- Icelandair (beint flug hefst aftur í maí)
Stokkhólmur 2:45 klst. 35 40.124,- Icelandair
Þýskaland Berlín 3:25 klst.  29 65.253,- WOW air, Air Berlin, Lufthansa
Düsseldorf 3:20 klst. 7 58.849,- Air Berlin, Lufthansa, WOW air
Frankfurt 3:15 klst. 6 67.046,- Icelandair
Hamborg 3:15 klst. 6 56.174,- Icelandair, Lufthansa
Köln 3:15 klst. 6  36.685,- Germanwings
München 3:15 klst. 6 60.402,- Icelandair, Air Berlin
Stuttgart 3:15 klst. 6 47.900,- WOW air, Germanwings

Njóttu verslunarferðarinnar.

 

Verðkönnun Dohop september 2013

$
0
0

Við vorum að framkvæma  verðkönnun fyrir tímabilið september/október á flugum til og frá Keflavík. Með haustinu minnkar tíðni flugferða til og frá Keflavík en þrátt fyrir það er flogið til yfir 50 flugvalla í beinu flugi frá Keflavíkurflugvelli.

Hátt í 40 þúsund króna munur

Helstu flugfélögin sem fljúga til og frá Íslandi eru Icelandair, WOW air, easyJet, Norwegian og SAS. Það getur verið töluverður munur á verði þessara flugfélaga þrátt fyrir að töskugjald sé tekið inn í. Til að mynda munar um 12.000 krónum á milli Icelandair og easyJet á flugi með töskugjöldum til London. Og eins munar um 17.000 krónum á milli Icelandair og Norwegian til Oslóar með töskugjöldum. Töskugjöld hjá WOW air hafa hækkað upp í 6.990 fram og til baka en þrátt fyrir það má sjá mikinn mun á verði. Mesti verðmunurinn er á flugi fram og til baka til Parísar, en þar munar tæpum 40.000 krónum á milli WOW air og Icelandair.

Verdkönnun september 2013

Hvað kostar að fljúga frá Íslandi á næstunni?

Verðkönnun Dohop sýnir að enn er ódýrast að fljúga til Edinborgar en meðalverðið á flugi þangað hefur þó hækkað um 30% á milli mánaða og er nú komið í tæpar 40 þúsund krónur eins og taflan hér að neðan sýnir. Á milli mánaða hefur flugverðið til Berlínar með WOW air lækkað um 24% og flug Icelandair til Zürich lækkað mest eða um 32%. Í heildina hefur flugverð til 18 vinsælustu staðanna lækkað um 4% milli mánaða.

Meðalverð 18 flugleiða frá Keflavík

  Áfangastaður   Meðalverð með töskugjöldum % breyting milli tímabila* Flugfélög
Edinborg 39.363 +28,02% easyJet
London 44.810 -8,04% easyJet, Icelandair, Wow air
Kaupmannahöfn 47.971 -0,67% Icelandair, WOW air
Manchester 51.204 +3,04% easyJet, Icelandair
Billund 52.985 +0,73% Icelandair
Osló 54.651 +1,94% Icelandair, Norwegian, SAS
Berlín 54.932 -24,23% WOW air
Helsinki 59.312 -24,4% Icelandair
París 66.307  -6,77% Icelandair, WOW air
Stokkhólmur 66.575 +18,11% Icelandair
Zürich 71.290 -31,69% Icelandair
Amsterdam 75.281 -0,65% Icelandair
München 85.228 -9,58% Icelandair
Alicante 88.483 +3,73% WOW air
Barcelona 99.803 +7,45% WOW air
New York 107.278 -23,24% Icelandair
Boston 112.201 -2,59% Icelandair

Aðferð

Dohop beitir sambærilegri aðferð og Hagstofa Íslands við samantekt gagna á fargjöldum. Þrjár dagsetningar eru skoðaðar hverju sinni: Sú fyrsta er eftir tvær vikur (um 16. september), önnur eftir fjórar vikur (um 30. september) og þriðja eftir átta vikur (um 28. október). Í hverri viku eru allir 7 dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil.

*Síðasta verðkönnun var framkvæmd fyrir tæpum mánuði síðan og er hér um að ræða muninn á verði milli þessara tímabila með töskugjöldumUm Dohop.

5 flug undir 30.000 krónum

$
0
0

Dohop sendir reglulega út tölvupóst með tilboðum og ýmsum áhugaverðum fréttum. Skelltu þér á póstlista Dohop svo þú missir ekki af frábærum tilboðum.

Í september 2013 fundum við neðangreinda áfangastaði sem allir voru á undir 30.000 krónur.

Edinborg

19. til 23. september

Osló

21. til 27. október

Manchester

10. til 13. október

London

27. október til 1. nóvember
  • Nóttin fyrir tvo á fjögurra stjörnu hóteli sem er mælt með frá 14.722 krónum.
  • Ódýrasta gistingin í einkaherbergi fyrir tvo á gistiheimili er á 11.455 krónur

Kaupmannahöfn

31. október til 4. nóvember

 

pssst… Þessa helgi kemur jólabjórinn ;)

 

Flug, dvöl og á völlinn frá 54.000

$
0
0

Landsleikur Íslands og Noregs verður 15. október 2013 í Osló. Af því tilefni tókum við saman þrjá pakka sem gætu hentað fótboltaáhugafólki sem og öðrum einstaklega vel.

Hoppaðu á landsleik Íslands og Noregs og njóttu þess að vera nokkra daga í Osló að auki.

ÁFRAM ÍSLAND!!!


Þrjár nætur og stjörnur

15. til 18. október

Heildarpakki á mann frá: 52.927,- eða 65.759,-
  • Flug fram og til baka frá 34.331,-
  • Gisting á þriggja stjörnu hóteli í þrjár nætur á 62.857 krónur  fyrir tvo í herbergi
  • Gisting á þriggja stjörnu hosteli á 37.192 krónur fyrir tvo í herbergi í þrjár nætur

 


Fimm nætur og flug

15. til 20. október

Heildarpakki á mann frá: 45.641,- eða 70.798,-*
  • Flug fram og til baka frá 30.182,- 
  • Tilboð: 5 nætur fyrir tvo 81.231,-
  • Ódýrasta gistingin: Enkaherbergi með sameiginlegu baði og eldhúsi á 30.919,- fyrir tvo í 5 nætur.

 


Vika og völlurinn

15. til 22. október
Heildarpakki á mann: Frá 62.828,-*

*Völlurinn


Verðkönnun Dohop október 2013

$
0
0

Nýjasta verðkönnun Dohop er komin í loftið.

Ódýrasti áfangastaðurinn

Þrátt fyrir að flugverð til Edinborgar með easyJet hafi hækkað um tæp 10% milli tímabila er það enn sá áfangastaður sem ódýrast er að fljúga til og frá Íslandi. Fast á hæla Edinborgar koma flug til Helsinki, Osló og Billund. Flugverð til Helsinki hefur lækkað mest á tímabilinu, um 25%, á meðan að flugverð til Manchester og London hækkaði mest milli tímabila eða á bilinu 34%-41%.

Meðalverð 15 flugleiða frá Keflavík

  Áfangastaður   Meðalverð með töskugjöldum % breyting milli tímabila* Flugfélög
Edinborg 43,189 +9.72% easyJet
Helsinki 44,205 -25.47% Icelandair
Osló 47,758 -12.61% Icelandair, Norwegian, SAS
Billund 48,620 -8.24% Icelandair
Kaupmannahöfn 49,305 +2.78% Icelandair, WOW air
Berlín 54,265 -1.21% WOW air
París 56,263 -15.15% Icelandair, WOW air
Stokkhólmur 57,103 -14.23% Icelandair
London 60,447 +34.90% Icelandair, WOW air, easyJet
München 64,667  -24.13% Icelandair
Amsterdam 69,806 -7.27% Icelandair
Manchester 72,205  +41.01% Icelandair, easyJet
Alicante 89.233 +3.59% WOW air
New York 96,982 -9.60% Icelandair
Boston 109,101 -2.76% Icelandair

Helsta samkeppnin

Verdkönnun oktober 2013

Töskugjöldin vega þungt til London

Þegar verð á flugi til London er skoðað sérstaklega kemur í ljós hversu töskugjöld geta skekkt verðið. Án töskugjalda er WOW ódýrasti kosturinn til borgarinnar, en þegar þau hafa verið tekin með í reikningin er Icelandair ódýrasti kosturinn. Þannig að ef ferðast á með meira en bara handfarangur getur borgað sig að athuga hvert heildarverðið er.

Hvar skal gera jólainnkaupin?

Fjölmargir Íslendingar hafa lagt leið sýna til útlanda til að versla jólagjafir. Eins og er er ódýrast að fljúga til Edinborgar og ódýrasta gistingin þar fyrir tvo er í kringum 12.000 krónur. Þannig má reikna með að flug og gisting fyrir tvo í þrjá daga sé um 60.000 krónur á mann. Edinborg er líka með vinsælar búðir eins og Primark og H&M þar sem er ódýrt að versla. En breska pundið er hins vegar nokkuð hátt þessa dagana og því margir sem velta e.t.v fyrir sér öðrum stöðum. Þá kemur Kaupmannahöfn vel til greina þar sem löng helgi þar mun kosta á mann um 63.000 eða þá Berlín sem kostar um 69.000 krónur.

  Áfangastaður   Ódýrasta gistingin á 3 stjörnu hóteli í miðborginni (miðað við helgarverð) Flugverðið
Edinborg frá 11.925 nóttin fyrir tvo í herbergi 43.189
Helsinki frá 9.433  nóttin fyrir tvo í herbergi 44.205
Osló frá 9.871 nóttin fyrir tvo í herbergi 47.758
Billund frá 20.449 nóttin fyrir tvo í herbergi 48.620

Aðferð

Dohop beitir sambærilegri aðferð og Hagstofa Íslands við samantekt gagna á fargjöldum. Þrjár dagsetningar eru skoðaðar hverju sinni: Sú fyrsta er eftir tvær vikur (um 16. október), önnur eftir fjórar vikur (um 30. október) og þriðja eftir átta vikur (um 27. nóvember). Í hverri viku eru allir 7 dagar skoðaðir með vikudvöl í huga og meðaltal hverrar viku er endanlegt verð fyrir það tímabil.

*Síðasta verðkönnun var framkvæmd í september og er hér um að ræða muninn á verði milli þessara tímabila.

Undir 13.000 krónum til Bristol

$
0
0

Í desember 2013 byrjar easyJet að fljúga til Bristol. Ódýrasta flugið sem við höfum fundið hingað til er 12.833 krónur fram og til baka.

Það er hoppandi ódýrt svo nú er bara um að gera að skella sér!!!

Við fundum líka hótel fyrir og íbúð með frábærum meðmælum frá viðskiptavinum.

Tékkaðu á þessum:

Á www.visitbristol.co.uk geturðu séð hvað er um að vera í Bristol þegar þú ætlar að skella þér.

Góða skemmtun.

Hoppuðu og lentu ókeypis í London

$
0
0
Aðalvinningshafi Sumarleiks Dohop 2013

Verðlaunamyndin í Sumarleik Dohop

Þorbjörg Gunnarsdóttir og fjölskylda hennar hoppuðu svo skemmtilega í sumar að þau gátu hoppað öll ókeypis til útlanda. Þorbjörg hampaði aðalvinninginn í Sumarleik Dohop en um 1800 myndir bárust í leikinn. Á myndinni var Þorbjörg og fjölskylda hennar hoppandi saman. Aðalvinningurinn var 200 þúsund króna úttekt hjá Dohop og ákvað fjölskyldan að eiga saman langa helgi í London.

Þorbjörg og fjölskylda hennar í London

Þorbjörg og fjölskylda hennar í London

Þorbjörg bauð öllum hoppurunum sínum þ.e. manninum sínum og þremur börnum með í ferðina sem og  tveimur tengdasonum, litlum ömmusnúð og loks tengdadóttur sem flaug til London frá Póllandi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við förum öll saman út eftir að tengdabörnin komu til sögunnar. Við leigðum okkur íbúð í úthverfi London og bjuggum þar öll saman. Borðuðum góðan mat, rápuðum í búðir og skoðuðum Winter Wonderland í Hyde Park“, sagði Þorbjörg. Fjölskyldan hafði stefnt á að taka eina hoppumynd öll saman en þau plön fóru út um þúfur þegar ljóst var hvernig mannþröngin í Hyde Park og Oxford Street var. En Þorbjörg sendi okkur þessa skemmtilegu hópmynd frá London.

Bara fyrir fullorðna – Hótel „bönnuð börnum“

$
0
0

Stundum getur verið gott að komast í frí án barna, hvort sem þú átt börn eða ert barnlaus. Skiptir ekki máli hver ástæðan er (við erum ekki hérna til að dæma).

Við fundum þrjú glæsileg hótel sem eru einungis fyrir fullorðna þar sem þú getur notið þess að slaka á og eiga rómantískar stundir. Við fundum líka flugverð fyrir þig núna í mars því við vitum að þú getur ekkert beðið allt of lengi.

____________________________________________________________________________

Negril, hótel bönnuð börnumÞað er sko ekki lélegt að fá topp einkunn frá gestum eða 9,1. Enda ekki nema von: sundlaugar, heitir pottar, tennisvöllur, heilsulind, snyrtistofa og 150 lúxus herbergi. Hér er ekki að finna neitt nema heimsklassaafslöppun í sólinni.

Flug fram og til baka frá 109.810 kr.

 

Kolanta - hótel bönnuð börnum, Layana resort, DohopNjóttu þess að vera á tánum í Taílandi og fá nudd á hverjum degi á þessu frmúrskarandi hóteli og heilsulind. Fullkominn staður til að láta rómantíkina hellast yfir þig og blunda á bekknum í sólinni.

Flug fram og til baka frá 130.733 kr

 

Kenya Dohop Camp resort bönnuð börnumSafarí í Afríku og svo ævintýralegt tjaldhótel, það verður varla betra enda fær hótelið 10 í einkunn frá fyrri gestum. Þú getur valið hvort þú sofir í tjaldi eins og í „klassískri“ útilegu eða í lúxustjaldi þar sem það væsir sko ekki um mann.

Flug fram og til baka frá 158.001 kr.

 

Fannstu ekkert sem hentaði þér? Ef þig vantar hugmyndir um áfangastaði og verð þá er um að gera að tékka á www.dohop.is/away. Þar sérðu nýjustu verðin sem við höfum fundið á hina ýmsu áfangastaði.

Hvert langar þig að fara næst?

Vertu þín eigin ferðaskrifstofa

$
0
0

Dreymir þig að ferðast umhverfis heiminn? Við settum saman nokkrar heimsreisur frá Íslandi og vonum að þú hafir gagn og gaman af. Athugið að þetta eru einungis hugmyndir – þú getur alltaf smíðað þína eigin heimsreisu og fundið áfangastaðina sem þú vilt heimsækja á www.dohop.is

Heimsreisa dohop

7 áfangastaðir á rúmar 350.000 krónur

6 vikna ferð, 8 flug, brottför lok september 2014, heimför nóvember 2014

Samtals 351.269 krónur

Viewing all 99 articles
Browse latest View live